Félagsþjónustur Fjallabyggðar og Dalvíkurbyggðar hafa auglýst eftir stuðningsfjölskyldum til þess að taka á móti barni á heimili sitt í þeim tilgangi að létta álagi af fjölskyldu og/eða styrkja stuðningsnet barns, eftir því sem við á. Um er að ræða úrræði veitt á grundvelli laga um málefni fatlaðs fólks og barnaverndarlaga. Nánari upplýsingar gefa: Helga Helgadóttir, félagsþjónustu Fjallabyggðar í síma 464-9100 og Þórhalla Karlsdóttir, félagsþjónustu Dalvíkurbyggðar í síma 460-4900.