Atvinnutækifæri á Dalvík

Gisti- og veitingaaðstaða að Húsabakka í Svarfaðardal er til leigu til að lágmarki fimm ára með möguleika á framlengingu. Um er að ræða einstakt tækifæri á fallegum stað!

Að Húsabakka eru tvö hús með 13 heimavistarherbergjum, eldhúsi og borðstofu, íbúð og 3 kennslustofum. Þegar eru starfandi að Húsabakka Náttúrusetur, Yogasetur og Menningar- og listasmiðja. Húsabakki er vinsæll staður til ættarmótahalds og liggja fyrir bókanir vegna ársins 2012. Félagsheimilið Rimar stendur við hlið Húsabakka og er mögulegt að semja um nýtingu á því. Húsnæðið verður afhent í núverandi ástandi.

Þann 12. desember klukkan 16:00 er áhugasömum boðið að skoða húsnæðið en til að taka þátt í skoðunarferðinni er nauðsynlegt að skrá sig fyrir klukkan 15:00 þann 9. desember á netfangið hildur@dalvikurbyggd.is  eða í síma 460-4900.

Áhugasamir eru beðnir að senda inn fyrir 17. desember 2011 skrifleg tilboð til Dalvíkurbyggðar, merkt Húsabakki 2012, b.t. Hildar Aspar. Tilboðið þarf að lágmarki að innihalda viðskiptaáætlun, framtíðarsýn s.s. sýn á hvaða áhrif viðskiptahugmyndin getur haft á atvinnuuppbyggingu og samfélagið. Einnig hversu háa leigu og á hvaða formi viðkomandi er tilbúinn að greiða. Á grundvelli þessara upplýsinga verður gengið til samninga, en Dalvíkurbyggð áskilur sér rétt til að taka hvaða tilboði sem er eða hafna öllum.

Gert er ráð fyrir að nýr aðili geti tekið við rekstrinum í mars/apríl 2012.

Frekari upplýsingar veitir Hildur Ösp Gylfadóttir, sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs Dalvíkurbyggðar í síma 460-4900 eða hildur@dalvikurbyggd.is