Atvinnuráðgjafi / sérfræðingur óskast til starfa

Atvinnuþróunarfélag Eyjafjarðar (AFE) auglýsir stöðu verkefnisstjóra/atvinnuráðgjafa. Um er að ræða fullt starf til eins árs, með möguleika á áframhaldandi ráðningu að því tímabili loknu. Viðkomandi þarf að geta hafið störf eigi síðar en 1. desember.

Starfssvið:

Starfið felst í umsjón með framkvæmd og ábyrgð á daglegum rekstri Vaxtarsamnings Eyjafjarðar. Einnig sinnir viðkomandi starfsmaður atvinnuráðgjöf til fyrirtækja og frumkvöðla sem til AFE leita, sem og öðrum verkefnum til falla og lúta að skilgreindum markmiðum AFE. Starfið heyrir undir framkvæmdastjóra.

Hæfniskröfur:

  • a)     Háskólamenntun
  • b)    Haldgóð reynsla af rekstri eða viðskiptaráðgjöf
  • c)     Umtalsverð reynsla af verkefnastjórnun
  • d)    Reynsla og þekking á sviði frumkvöðla- og nýsköpunarverkefna
  • e)     Gott vald á mæltu og rituðu máli, bæði á íslensku og ensku
  • f)     Góðir skipulagshæfileikar, nákvæmni og sjálfstæði í vinnubrögðum
  • g)    Góð hæfni í mannlegum samskiptum
  • h)     Góð þekking á atvinnulífi Eyjafjarðarsvæðisins, sem og þekking á stoðkerfi atvinnulífs á Íslandi

Nánari upplýsingar gefur Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson, framkvæmdastjóri AFE, í síma 460-5700 eða í netfangi: tls@afe.is.

Umsækjendur skili starfsumsókn, ferilskrá og upplýsingum um álitsgjafa með tölvupósti til framkvæmdastjóra AFE, á netfangið tls@afe.is. Umsóknarfrestur er til og með 10. október. Forsvarsmenn AFE áskilja sér rétt til að hafna öllum umsóknum.

Heimild: www.afe.is