Atvinnu– og nýsköpunarhelgin verður haldin á Akureyri 28.-30. mars næstkomandi. Markmiðið er að hjálpa einstaklingum og fyrirtækjum að útfæra snjallar hugmyndir, koma þeim í framkvæmd og á framfæri við rétta aðila.

Viðburðurinn er opinn öllum 18 ára og eldri sem eru með eigin viðskiptahugmynd og þá sem hafa áhuga á að leggja sitt að mörkum við að fullmóta viðskiptahugmyndir annarra. Unnið er í hópum yfir helgina að nánari útfærslu hugmyndanna og fjöldi frumkvöðla og annarra sérfræðinga veitir ráðgjöf. Nánari upplýsingar um hvernig vinnulagi er háttað og skráningarform er að finna á www.ana.is.

Fyrir bestu hugmyndina sem fram kemur eru veitt verðlaun að upphæð 1 milljón króna. Einnig eru veitt verðlaun og viðurkenningar fyrir sex aðrar hugmyndir sem dómnefnd velur.

Atvinnu– og nýsköpunarhelgin fer fram í aðalsal Háskólans á Akureyri, Sólborg Norðurslóð 2.  Enginn kostnaður fylgir þátttöku.