Átta sóttu um stöðu yfirhafnarvarðar í Fjallabyggð

Átta umsóknir bárust um tímabundna stöðu yfirhafnarvarðar Fjallabyggðar sem auglýst var laus til umsóknar, en umsóknarfrestur rann út mánudaginn 28. september síðastliðinn. Úrvinnsla umsókna stendur yfir. Frá þessu er greint á vef Fjallabyggðar.

Eftirtaldir sóttu um stöðuna:

  • Arnar Ágústsson stýrimaður
  • Heimir Sverrisson vinnslustjóri
  • Hörður Bjarnason háseti
  • Jón Karl Ágústsson starfsmaður Genís
  • Kristinn S. Gylfason vélstjóri
  • Kristján Kristjánsson rekstrarstjóri
  • Leno Passaro hafnarvörður
  • Rögnvaldur Karl Jónsson stýrimaður