Átta luku námskeiði í skyndihjálp og flutningi slasaðra í Hrísey

Síðastliðinn föstudag útskrifuðust átta vettvangsliðar í skyndihjálp í Hrísey vegna tilkomu sjúkrabíls í eyjunni.  Tóku þau öll  70 tíma námskeið í skyndihjálp og flutningi slasaðra á vegum sjúkraflutningaskóla Íslands.

Vegna þessarar útskriftar og tilkomu sjúkrabílsins í Hrísey afhenti heilbrigðisráðherra Kristján Þór Júlíusson Hríseyingum hjartastuðtæki fyrir bílinn.

Í vetur fékk Björgunarsveitin Jörundur í Hrísey afhentan sjúkrabíl til afnota. Undiritaður var samningur um menntun björgunarfólks og umsjón með bílnum við Slökkvilið Akureyrarbæjar. Hingað til hefur slasað fólk í Hrísey verið flutt niður í ferju á ýmsan hátt, t.d. á dráttarvélum, aftan á pallbíl eða á sexhjóli.

Hríseyjarkirkja