Listamaður mánaðarins í Menntaskólanum á Tröllaskaga er fyrrum nemandi skólans, Atli Tómasson. Í miðrými Menntaskólans á Tröllaskaga, Hrafnavogum, eru nú til sýnis ýmis portrettverk sem hann hefur málað að undanförnu. Atli er Ólafsfirðingur en býr nú og starfar á Akureyri.

Hann útskrifaðist af listabraut Menntaskólans á Tröllaskaga, myndlistar- og listljósmyndunarsviði, árið 2013 og hélt svo áfram námi í fagurlistadeild Myndlistaskólans á Akureyri þaðan sem hann útskrifaðist vorið 2017. Atli hélt einkasýningu í Kaktus á Akureyri árið 2018 og tók þátt í samsýningunni Salon Des Refuses í Deiglunni á Akureyri árið 2023.

Listamaður mánaðarins er sýningarröð sem féll niður á meðan heimsfaraldurinn gekk yfir en er nú komin af stað á ný. Sýningin er öllum opin.

Frá þessu var greint á vef mtr.is ásamt ljósmynd.