ATKVÆÐAGREIÐSLA UTAN KJÖRFUNDAR
ATKVÆÐAGREIÐSLA UTAN KJÖRFUNDAR Í FJALLABYGGÐ
Hafin er utankjörfundaratkvæðagreiðsla vegna ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðslu um tillögur stjórnlagaráðs að frumvarpi til stjórnskipunarlaga og tiltekin álitaefni þeim tengd, sem fram fer 20. október 2012.
Unnt er að kjósa á skrifstofu sýslumanns að Gránugötu 4-6, Siglufirði alla virka daga frá kl. 09:00 til 15:00. Kjósa má á öðrum tímum skv. nánara samkomulagi.
Kjósendum er bent á að hafa persónuskilríki meðferðis.
Sækja þarf um kosningu í heimahúsi í síðasta lagi fjórum dögum fyrir kjördag.
Sýslumaðurinn á Siglufirði,
Ásdís Ármannsdóttir.