Atkvæðagreiðsla utan kjörfundar hafin á Dalvík

Atkvæðagreiðsla utan kjörfundar vegna sveitarstjórnarkosninga 26. maí á Dalvík er hafin.

Í Dalvíkurbyggð er kosið utan kjörfundar hjá kjörstjóra, þjónustuveri skrifstofa Dalvíkurbyggðar, Ráðhúsi Dalvíkur, frá kl. 10:00-15:00 alla virka daga.

Kjósendur skulu framvísa gildum skilríkjum við atkvæðagreiðsluna.

Kjósanda, sem ekki getur sótt kjörfund á kjördegi vegna sjúkdóms, fötlunar eða barnsburðar, er heimilt að greiða atkvæði í heimahúsi nema hann eigi kost á að greiða atkvæði á stofnun.

Ósk um að greiða atkvæði í heimahúsi skal vera skrifleg og studd vottorði lögráða manns um hagi kjósandans og hafa borist kjörstjóra eigi síðar en kl 16:00 þriðjudaginn 22. maí nk.  Slík atkvæðagreiðsla má ekki fara fram fyrr en þremur vikum fyrir kjördag.

Heimild: dalvik.is