Atkvæðagreiðsla um fræðslustefnu Fjallabyggðar innan eins árs

Fjallabyggð ber samkvæmt sveitastjórnarlögum að láta atkvæðagreiðslu vegna fræðslustefnu Fjallabyggðar fara fram innan eins árs frá því óskað var eftir að hún færi fram. Fjallabyggð hefur móttekið undirskriftalista þar sem 38,1% af kjörstofni mótmæla nýrri Fræðsluststefnu Fjallabyggðar. Alls söfnuðust 612 undirskriftir í Fjallabyggð.