Athuga kostnað við tíðari ferðir í Fjallabyggð

Bæjarráð Fjallabyggðar hefur ákveðið að skoða möguleikann á bættum samgöngum á milli byggðarkjarnanna með tíðari ferðum þar á milli.
Bæjarstjóri Fjallabyggðar mun láta kanna og kostnaðargreina verkefnið.

Ljóst er að einhverjir eiga erfitt með að komast á milli Ólafsfjarðar og Siglufjarðar til að sækja ýmsa þjónustu sem er aðeins í öðrum bæjarkjarnanum eftir sameininguna.

Ólafsfjörður