Athöfn vegna Íþróttamanns Fjallabyggðar frestað

Athöfninni þar sem íþróttamaður Fjallabyggðar er útnefndur hefur verið frestað um óákveðinn tíma vegna hertra sóttvarnarreglna. Athöfnin átti að vera þann 28. desember nk.
Staðan verður tekin aftur um miðjan janúar 2022 og vonandi verður hægt að vera með viðburð í einhverju formi fljótlega eftir það og tilkynna um val á besta og efnilegasta íþróttafólki í Fjallabyggð.
Þetta kemur fram í tilkynningu frá Ungmenna- og íþróttasambandi Fjallabyggðar.