Átak í merkingu gönguleiða á Norðurlandi

Markaðsstofa Norðurlands hefur kynnt hugmynd um átak í merkingu gönguleiða á Norðurlandi fyrir sveitarfélögunum. Átakið hefur tvíþættan tilgang – annars vegar að styrkja innviði ferðaþjónustunnar á Norðurlandi og hins vegar til að vekja athygli á þeim fjölda gönguleiða sem eru í boði á Norðurlandi. Markaðsstofan hefur nú þegar frétt af áformum nokkurra sveitarfélaga um að gera eitthvað í þessa veru.