Átak í matarsóun í Lundarskóla á Akureyri

Á dögunum var átak í eina viku í Lundarskóla á Akureyri gegn matarsóun. Umræða um almenna matarsóun átti sér stað í öllum árgöngum skólans og allir árgangarnir fengu tækifæri til að leggja sitt af mörkum við að minnka matarsóun í Lundarskóla. Átakið gekk mjög vel og sá árgangur sem henti minnsta matnum fékk umbun fyrir og fékk að velja matseðilinn þann 21. febrúar næstkomandi.  Í þessu viku átaki var 10. bekkur með minnsta matarsóun. Þetta kemur fram á vefsíðu Lundarskóla.

Fyrir átakið henti Lundarskóli daglega um 30 kílóum af matarafgöngum. Í lok átaksins hafði heildartalan fyrir vikuna aðeins náð 13,7 kílóum. Þess má geta að nemendur borðuðu vel, hentu minni mat en borðuðu jafn mikið eða jafnvel meira í sumum tilfellum.

Nemendur voru almennt mjög áhugasamir og meðvitaðir um matarsóunina, fengu sér hæfilegt magn af mat á diskinn, fóru fleiri ferðir ef þeir vildu og kláruðu af diskunum sínum.

Áætlað er að fylgja átakinu eftir og vigta afgangana nokkrum sinnum fram á vorið.

Lundarskóli

Heimild: lundarskoli.is