Ástarpungarnir, nýja ofurgrúbban frá Siglufirði bauð upp á tónleika í beinni í gær sem hægt var að streyma frá Youtube. Hljómsveitin tók hvern slagarann á eftir öðrum og var mikil skemmtun að horfa og hlusta. Tónleikarinir hófust kl. 20:00 í gærkvöldi og voru í tæpan 2,5 tíma. Gestasöngkonan Edda söng þá í tæpar 20 mínútur með hljómsveitinni.

Meðlimir í hljómsveitinni eru:
Guðmann Sveinsson – Gítar og söngur
Hörður Ingi Kristjánsson – Hljómborð og söngur
Júlíus Þorvaldsson – Gítar, hljómborð og söngur
Mikael Sigurðsson – Bassi
Rodrigo dos Santos Lopes – Trommur
Tryggvi Þorvaldsson – Gítar og söngur