Gleðihljómsveitin Ástarpungarnir keyra suður yfir heiðar og halda tónleika á Ölveri í Glæsibæ í Reykjavík, föstudaginn 15. mars næstkomandi. Þessi siglfirska ballhljómsveit ætlar að skemmta áhorfendum, og sér sjálfum, með því að leika hressandi tónlist og má fastlega búast við því að hægt verði að nýta dansskóna.
Tónleikarnir hefjast kl. 20:00 og er aðgangseyrir aðeins 3.000 krónur. Látið ykkur ekki vanta á þennan einstaka viðburð á höfuðborgarsvæðinu.
Miðasala er hafin á tix.is