Áslaug Arna flytur erindi og fund í Fjallabyggð

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, ritari Sjálfstæðisflokksins verður í Fjallabyggð um helgina og í tilefni þess býður Sjálfstæðisflokkurinn í Fjallabyggð ungu fólki (15-35 ára) að koma og hlusta á stutt erindi Áslaugar á barnum Kveldúlfi Bjór & Bús sem er á Suðurgötu 10 á Siglufirði frá kl. 18:00 til 19:00.

Fyrr um daginn verður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir með almennan fund í húsi eldri borgara Ólafsfirði kl.16:00. Sjálfstæðisflokkurinn í Fjallabyggð býður alla velkomna.