Áskorun til samninganefndar að semja við tónlistarkennara
Kennarar og stjórnendur Grunnskóla Fjallabyggðar skora á samninganefnd sveitarfélaganna að ganga til samninga við Félag tónlistarskólakennara og leiðrétta sanngjarnar kröfur þess um bætt kjör. Tónlistarnám er mikilvægur liður í menntun barna okkar og eflir og styður við annað nám. Þá skipa tónlistarkennarar jafnan stóran sess í menningu nærsamfélagsins. Virðum störf þeirra!
Texti: Innsent efni.