Ársþing UÍF verður 10. maí

Þann 10. maí 2012,  mun Ungmenna- og íþróttasamband Fjallabyggðar halda ársþing í Vallarhúsinu, Ægisgötu 15, Ólafsfirði og hefst það kl. 18:00.

Dagskráin þingsins er eftirfarandi:

 1.                Formaður UÍF setur þingið.
 2.                 Kosning þingforseta og þingritara.
 3.                 Kosning 3ja manna kjörbréfanefndar.
 4.                 Álit kjörbréfanefndar.
 5.                 Lögð fram árskýrsla stjórnar svo og skoðaðir reikningar seinasta árs.
 6.                 Umræður um ársskýrslu stjórnar og reikninga. Reikningar lagðir fram til samþykktar.
 7.                 Ávörp gesta.
 8.                 Kosning þingnefnda: kjörnefnd (3), allsherjar- og laganefnd (5) og                     fjárhagsnefnd (3)
 9.                 Stjórnin leggur fram fjárhagsáætlun fyrir næsta ár.
 10. Tillögur og önnur mál sem borist hafa til stjórnar lagðar fram og vísað til nefnda.
 11. Lagðar fram og teknar til umræðu tillögur um breytingar á lögum og reglugerðum.

ÞINGHLÉ

 1. Álit nefnda, umræður og atkvæðagreiðsla.
 2. Kosningar. Álit kjörnefndar
 3. Kosning stjórnar, sbr. 16. grein. Skal formaður kosinn sér, en hina í einu lagi. Stjórnin skiptir með sér verkum, í þau störf er um getur í 16. grein.
 4. Kosning skoðunarmanna, (tveir aðalmenn og tveir varamenn).
 5. Önnur mál.
 6. Þingslit.

Gögn vegna ársþings munu einnig vera aðgengilega á heimasíðu UÍF, www.uif.is.