Árshátíð Fjallabyggðar frestað fram í mars

Bæjarráð Fjallabyggðar hefur samþykkt að fresta árshátíð starfsmanna Fjallabyggðar í ljósi reglna um samkomur og sóttvarnir. Árshátíðin í ár var sett þann 2. október næstkomandi, en verður færð til 5. mars 2022.

Þá er tillaga uppi um að fjármagn sem ætlað er í fjárheimildum ársins 2021 til árshátíðarhalds verði nýtt til að gera jólagjöf starfsmanna veglegri í ár líkt og gert var á síðasta ári.