Arsenalskólinn haldinn á Akureyri næsta sumar

Fótboltaskóli Arsenal fer fram í fimmta sinn á KA svæðinu í júní 2014. Námskeiðið hefst mánudaginn 16. júní og lýkur föstudaginn 20. júní.  Æfingar hefjast klukkan 10 og standa yfir til kl. 15 en um hádegisbil er tekið um klukkustundarlangt matar- og hvíldarhlé. Krakkarnir fá heitan mat í hádeginu alla dagana.  Þessi skóli er ætlaður fyrir krakka í 3., 4., 5., og 6. flokki, þ.e. fædd 1998 til 2005.

Æfingarnar fara fram á svæði Knattspyrnufélags Akureyrar. Matsalurinn er í Lundarskóla sem er við hliðina á KA svæðinu.

Yfirþálfari skmedium_arsenalskolinn-heil-48-13.jpgólans og aðalþjálfarar koma frá Arsenal. Þeim til aðstoðar við æfingarnar eru síðan þjálfarar frá ýmsum íslenskum félögum sem allir hafa mikla og langa reynslu af þjálfun. Auk þess verður sérstök markmannsþjálfun.

 

 

Texti: Ka-sport.is