Arsenalskólinn á Akureyri 2012

Nú er orðið ljóst að Arsenalskólinn mun verða frá miðvikudeginum 20. júní til og með sunnudeginum 24. júní 2012. Skólinn verður með svipuðu sniði og síðustu ár. Kennsla frá 10-12 og frá 13-15.  Í hádeginu verður síðan boðið upp á heita máltíð.  Sala í skólann hófst laugardaginn 3. desember í KA heimilinu og í Hamri.