Árni Helgason lægstbjóðandi í Fráveitu í Ólafsfirði

Fjallabyggð fékk tvö tilboð í verkið Fráveita Ólafsfirði 2017 en tilboð voru opnuð í lok mars. Kostnaðaráætlun í verkið var 31.140.500 kr.  Fyrirtækið Árni Helgason ehf. bauð 29.708.050 en Áveitan ehf bauð 48.856.000, eða tæpum 17 milljónum yfir kostnaðaráætlun.  Bæjarráð Fjallabyggðar hefur samþykkt að taka tilboði lægstbjóðanda.