Tilkynnt hefur verið að Árni Helgason ehf hafi keypt Kaffi Klöru við Strandgötu 2 í Ólafsfirði. Þar hefur verið rekið gistihús og matsölustaður undanfarin ár. Starfsemin verður með óbreyttu sniði hjá nýjum eiganda. Nýr kokkur kemur í húsið og verður fyrsti stóri viðburðurinn í lok október.