Árni Heiðar plokkmeistarinn í Fjallabyggð

Árni Heiðar Bjarnason tók þátt í Stóra Plokkdeginum í Fjallabyggð í dag. Hann var staðsettur á Siglufirði á sínu flotta farartæki og náði að týna upp mikið rusl. Frábær vinna hjá Árna og öðrum sem tóku þátt í dag.

Við þökkum Árna Heiðari kærlega fyrir myndirnar, en hann sendir okkur reglulega myndir frá Siglufirði sem við reynum alltaf að birta hér á síðunni.