Arnar Herbertsson sýnir í Alþýðuhúsinu á Siglufirði

Laugardaginn 6. júní kl. 14.00–17.00 opnar Arnar Herbertsson sýningu í Kompunni, Alþýðuhúsinu á Siglufirði.  Sýningin samanstendur af átta málverkum og ber yfirskriftina
Ljós í augum dagsins.
Sýningin stendur til 24. júní.

Arnar Herbertsson er fæddur á Siglufirði árið 1933 og ólst þar upp. Hann lærði húsamálun sem hann sinnti samhliða myndlistariðkun eftir þörfum. Hann flutti til Reykjavíkur 1958 og nam við Myndlistaskólann í Reykjavík 1959-67. Hann sýndi fyrst á haustsýningum FÍM (Félags íslenskra myndlistarmanna) 1965 og 1966 en varð síðan virkur í SÚM (Samband ungra myndlistarmanna) og tók þátt í samsýningum þess bæði innanlands og erlendis. Hann hélt sína fyrstu einkasýningu í Ásmundarsal árið 1967 og síðast í Neskirkju 2014. Hann var þátttakandi á Tvíæringnum í Rostock í Þýskalandi 1969 og í Nutida Nordisk Konst í Hässelby-höllinni í Svíþjóð 1970. Snemma á sjöunda áratugnum dró Arnar sig í hlé og sýndi lítið þar til árið 1990 en hefur sýnt reglulega eftir það og verk hans verið valin til sýningar. Arnar hefur hlotið starfslaun úr launasjóði myndlistarmanna og verk eftir hann eru í eigu helstu safna á Íslandi.
Nú nýverið tók Arnar þátt í samsýningunni Nýmálað sem sett var upp á Listasafni Reykjavíkur.

10653800_10204428590411600_4698016798140495404_n