Árlegt jólakvöld í miðbæ Ólafsfjarðar

Föstudagskvöldið 8. desember næstkomandi verður hið árlega jólakvöld haldið í miðbæ Ólafsfjarðar. Hefst það kl. 19:30 og stendur fram eftir kvöldi. Þá verður miðbærinn lokaður fyrir umferð ökutækja og hluti Aðalgötunar gerður af göngugötu.  Þeir sem áhuga hafa á að vera með varning til sölu eða vera með vörukynningar þurfa að panta jólahús eða pláss hjá Öldu Maríu í 848-4071 eða Önnu Maríu í 861-2010.

Fylgist með á Fésbókarsíðu;
Jólabærinn Ólafsfjörður