Um helgina fer fram Siglómót Benecta í blaki í Fjallabyggð. Mótið byrjar föstudagskvöld kl. 18:30 í íþróttahúsinu á Siglufirði. Leikið er svo bæði í Ólafsfirði og á Siglufirði á laugardeginum.

Í ár mæta alls 32 lið til leiks.  Blakfélag Fjallabyggðar er með tvö kvennalið og eitt karlalið á mótinu. Hægt er að sjá leiki með því að fara inná https://blak.is/tournamentOverview/379#News