Árlega Jólakvöldið á Siglufirði verður haldið fimmtudaginn 7. desember en þá eru verslanir og þjónustuaðilar með opið til kl. 22:00. Íbúum er boðið að ganga inn í notalega jólastemningu, ljúfa tóna og léttar veigar og ýmislegt verður að finna sem ratað gæti í jólapakkana í ár.