Árleg aðventusýningu í Kompunni og Anddyri Alþýðuhússins á Siglufirði
Aðalheiður S. Eysteinsdóttir opnaði í byrjun desember sína árlegu aðventusýningu í Kompunni og Anddyri Alþýðuhússins á Siglufirði.
Sýningin í Kompunni ber yfirskriftina Samtal konu og krossviðarpötu og er unnin nú á haustdögum. Í Anddyrinu má sjá ýmis smærri verk sem ratað gætu í jólapakka.
Kompan og Anddyrið eru opin daglega til 22. desember frá kl. 14.00 – 17.00 nema annað standi á hurðinni.