Arion banki selur útibúið í Ólafsfirði

Arion banki hefur nú auglýst húsnæðið sem var áður Sparisjóður Ólafsfjarðar og síðar Arion banki til sölu. Um er að ræða atvinnuhúsnæði á besta stað í miðbæ Ólafsfjarðar. Húsið var byggt árið 1982 og er alls 792,5 m² á stærð og lóðin er 697,6 m².  Brunabótamat hússins er tæplega 230 milljónir en ásett verð eignarinnar er aðeins 76 milljónir króna.

Á efstu hæð hússins var um tíma Náttúrugripasafn Ólafsfjarðar, en núna er hluti hússins í útleigu. Útibú Arion banka er nú á Siglufirði en hraðbanki hefur verið staðsettur í Ólafsfirði eftir sameiningu útibúanna árið 2018.

Hvammur Eignamiðlun annast sölu hússins fyrir hönd Arion banka.