Arion banki flytur starfsemina á Siglufirði

Starfsemi Arion banka á Siglufirði mun öll flytja í húsnæðið að Túngötu 3, þar sem afgreiðsla sparisjóðsins var um árabil, og er vinna við endurbætur á húsnæðinu þegar hafin.  Framundan er vinna við að sameina daglega starfsemi sparisjóðsins og Arion banka.  Að lokinni sameiningu mun Arion banki starfrækja tvö útibú í Fjallabyggð, annað á Ólafsfirði og hitt á Siglufirði. Að auki verður áfram fjarvinnsla fyrir bankann á Siglufirði.

21719825334_4c7e03dbb0_z