Arion auglýsir eftir útibússtjóra í Fjallabyggð

Arion banki leitar að öflugum leiðtoga í starf útibússtjóra í Fjallabyggð (Siglufjörður og Ólafsfjörður). Ef þú vilt vinna í árangursdrifnu umhverfi þar sem megináherslan er á viðskiptavinasambandið gætir þú átt heima í okkar frábæra liði. Við leitum að aðila sem hafa ástríðu fyrir fólki, framúrskarandi samskiptahæfileika og metnað til að láta góða hluti gerast.

Meginhlutverk útibússtjóra er að vinna í samræmi við stefnu og markmið Arion banka hverju sinni í nánu samstarfi við svæðisstjóra Norður- og Austurlands.

Umsóknarfrestur er til og með 27. október 2015.