Arctic Circle Route á Norðurlandi

Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd Skagafjarðar hefur lýst yfir vilja sínum til að taka þátt í verkefninu Arctic Circle Route  í samvinnu við önnur sveitarfélög og ferðaþjónustusamtök á Norðurlandi. Verkefnið byggir á að búa til heilsárssegul utan höfuðborgarsvæðisins, einskonar ferðamannaveg (enska:Tourist route) um norðurhluta landsins. Mun hann liggja um fyrirfram ákveðna staði á Norðurlandi og byggir á því sem þegar er til staðar auk þess að hvetja til frekari þróunar á þeirri leið. Verkefnið hefur þegar hlotið styrki til þróunar þess úr Uppbyggingarsjóði Norðurlands eystra.