Nokkrar áramótabrennur og flugeldasýningar verða í Skagafirði í dag, gamlársdag. Staðsetningar eru eftirfarandi:
- Sauðárkrókur – norðan við hús Vegagerðarinnar – kveikt kl. 20:30 – flugeldasýning kl. 21.
- Varmahlíð – við afleggjarann upp í Efribyggð – kveikt kl. 20:30 – flugeldasýning kl. 21.
- Hofsós – við Móhól – kveikt kl. 20:30 – flugeldasýning kl. 21.
- Hólar – sunnan við Víðines – kveikt kl. 20:30 – flugeldasýning kl. 21.