Áramótabrennur í Fjallabyggð í umsjá KF

Í ár mun Knattspyrnufélag Fjallabyggðar sjá um áramótabrennur í Fjallabyggð og verða þær bæði á Siglufirði og í Ólafsfirði. Á Siglufirði verður brennan staðsett sunnan við Rarik og hefst kl. 20:30 og verður flugeldasýning kl. 21. Í Ólafsfirði verður brenna út við Ósbrekkusand og hefst hún kl. 20 og verður flugeldasýning í kjölfarið.