Árleg áramótabrenna á Akureyri verður við Réttarhvamm á gamlárskvöld og glæsileg flugeldasýning í kjölfarið. Kveikt verður í brennunni kl. 20:30 en reiknað er með að flugeldasýningin hefjist um kl. 21:10.
Fólk er hvatt til að mæta með stjörnublys, hlífðargleraugu og góða skapið, en ekki hafa meðferðis eigin flugelda. Bílastæði verða í nágrenni við brennuna en þeir sem búa nálægt eru hvattir til að koma gangandi til að draga úr umferð um svæðið. Helstu stofnstígar verða hreinsaðir og hálkuvarðir til þess að auðvelda þeim sem vilja koma fótgangandi.