Áramótabrenna á Akureyri, Hrísey og Grímsey

Árleg áramótabrenna á Akureyri verður staðsett við Réttarhvamm á gamlárskvöld og þar verður einnig flugeldasýning. Kveikt verður í brennunni kl. 20.30 en flugeldasýningin hefst kl. 21.00.

Í Hrísey verður kveikt í áramótabrennunni kl. 17 á gamlársdag í námunni fyrir austan Stekkjanef. Áramótabrennan í Grímsey verður kl. 20 við norðurendann á tjörninni og þar verður flugeldasýning í boði kvenfélagsins Baugs og Kiwanisklúbbsins Gríms.