Appelsínugul viðvörun á Norðurlandi eystra

Veðurstofan varar við SV-stormi og byljóttum vindi á Norðurlandi eystra, einkum á veginum frá Akureyri og út á Ólafsfjörð einnig í Ljósavatnsskarði og Kaldakinn. Hviður verða allt að 40-45 m/s undir bröttum fjöllunum  frá því seint í nótt og fram yfir hádegi.

Bálhvasst er núna á Siglufjarðarvegi við Stafá, en þar eru 26 m/s og hviður fara í 39 m/s. Núna eru 12 m/s á Ólafsfjarðarvegi og hviður fara upp í 18 m/s. Þeir sem eru á ferðinni í Eyjafirði og á Norðurlandi skulu fylgjast vel með veðurspám.