Appelsínugul viðvörun á Norðurlandi eystra

Vekjum athygli á slæmri veðurspá frá Veðurstofu Íslands : APPELSÍNUGUL VIÐVÖRUN

Strandir og Norðurland vestra 20. okt. kl. 11:00 – 21 okt. kl. 07:00. Stormur eða rok, 18-28 m/s. Búast má við mjög hvössum og varhugaverðum vindhviðum við fjöll yfir 40 m/s. Víðtækar samgöngutruflanir líklegar og ekkert ferðaveður er á meðan viðvörunin er í gildi. Nauðsynlegt er að tryggja lausamuni til að fyrirbyggja foktjón og er fólki bent á að sýna varkárni og fylgjast með veðurspám.


Norðurland eystra 20. okt. kl. 11:00 – 21 okt. kl. 07:00. Stormur eða rok, 18-28 m/s. Búast má við mjög hvössum og varhugaverðum vindhviðum við fjöll yfir 40 m/s. Hvassast í Eyjafirði. Víðtækar samgöngutruflanir líklegar og ekkert ferðaveður er á meðan viðvörunin er í gildi. Nauðsynlegt er að tryggja lausamuni til að fyrirbyggja foktjón og er fólki bent á að sýna varkárni og fylgjast með veðurspám.

Kröpp lægð, sem spáð á morgun fyrir vestan land, veldur staðbundnum stormi Vestanlands og vestantil á Norðurlandi.  Snarpar hviður fylgja í SV-átt á morgun, allt að 40 m/s s.s.  í Skagafirði utan Varmahlíðar, í Fljótum og í Eyjafirði milli Akureyrar og Ólafsfjarðar. Frá um kl. 11 og fram á kvöld.