KF hefur samið við Adil Kouskous, 31 árs gamlan framliggjandi miðjumann og framherja. Adil er fæddur í Marokkó en með þýskt ríkisfang. Hann er vinstri fótar maður og 184 sm á hæð. Hann er sagður öflugur framherji, en hann lék síðast á Indlandi, þar áður í Óman og Sviss. Á sínum yngri árum lék hann lengst af hjá þýskum neðrideildar liðum. Hann er með góðar sendingar og aukaspyrnur og klárar færin vel.

Hægt er að sjá smá glefsur úr hans leikjum frá síðustu árum.  Það lítur út fyrir að þessi leikmaður eigi eftir að styrkja hópinn í sumar hjá KF.

Myndlýsing ekki til staðar.