Annáll 2014

Héðinsfjörður.is gerir nú upp árið og fagnar nýju ári. Vefurinn birti 1320 fréttir á árinu 2014 sem gerir að meðal tali 110 fréttir á mánuði. Tæplega 52.000 heimsóknir voru á árinu og 128.000 blaðsíðuflettingar, var það aukning um 15% milli ára. Tæplega 94% heimsókna komu frá Íslandi. Yfir 17.000 gestir fundu síðuna í gegnum Google.com, yfir 12.000 komu frá Facebook.com og rúmlega 10.000 komu beint á síðuna. Frá Siglfirðingur.is komu 6345 heimsóknir og eru honum bestu þakkir færðar fyrir samstarfið á liðnum árum.

Smellir á tengla urðu tæplega 14.500 á árinu 2014 og eru vefmyndavélarnar í fyrstu þremur sætunum.

Vinsælasta síðan var forsíðan með yfir 45.000 heimóknir, næst á eftir kom fréttasíðan með tæplega 14.000 heimsóknir, tæpir 3700 heimsóttu vefmyndavélasíðuna, og Gisting-Orlofshús heimsóttu tæpir 2700 manns í leit að gistingu !

Vinsælasta fréttin var “Ofurhugar í Ólafsfirði” en hún fékk yfir 1600 beinar heimsóknir.

Ný síða á Héðinsfjörður.is er Skemmtiferðaskip en þar má finna komutíma allra skemmtiferðaskipa sem koma til Siglufjarðar sumarið 2015 ásamt upplýsingum um hafnir í Fjallabyggð.

Ritstjórinn gisti líkt og undanfarin 10 ár á Siglufirði í sumarfríinu, og var nú stoppað í rúma viku. Safnað var í myndabankann og púlsinn tekinn á fyrirtækjum í Ólafsfirði og skrifaðar fréttir út frá því. Gaman var að sjá nýja gisti- og kaffihúsið í Ólafsfirði og einnig vinnustofu Kristínar Trampe sem sker út listaverk í ýmsan við.

Takk fyrir mig og gleðilegt ár.