Anna Mjöll og Svanhildur með tónleika á Siglufirði

Mæðgurnar Anna Mjöll Ólafsdóttir og Svanhildur Jakobsdóttir halda tónleika á Kaffi Rauðku, föstudaginn 30. júní. Efnisskráin er fjölbreytt en Anna Mjöll mun m.a. flytja sígild lög sem þekkt eru í flutningi Ellu Fitzgerald, Astrud Gilberto, Söruh Vaughan, Billie Holiday, Marilyn Monroe og fleiri slíkra. Líka er Anna Mjöll þekkt fyrir að segja einstakar skemmtisögur á milli atriða, sem jafnan vekja mikla lukku.  Anna Mjöll heldur einnig tónleika á Græna Hattinum á Akureyri, laugardaginn 1. júlí.