Andrésarleikarnir verða haldnir 21.-24. apríl 2021

Andrésarleikarnir í ár hafa verið færðir aftur á upprunalega dagsetningu, dagana 21. – 24. apríl. Framkvæmdanefnd Andrésarleikana telur sig geta framkvæmt mótahaldið í 50 manna samkomutakmörkunum.
Öll dagskrá leikanna fer því fram í Hlíðarfjalli, engin dagskrá verður í bænum.
Verðlaunaafhendingar verða í Hlíðarfjalli að lokinni keppni í hverjum flokki.
Foreldrar og aðstandendur í Hlíðarfjalli bera ábyrgð á því að fylgja gildandi reglum er varða samkomutakmarknir á svæðinu.