Ambassador siglir til Grímseyjar frá Akureyri

Hvalaskoðunarfyrirtækið Ambassador verður með reglulegar siglingar í sumar frá Akureyri til Grímseyjar og gert er ráð fyrir að siglt verði fjórum sinnum í viku. Jómfrúarferðin var farin 1. júní. Þegar komið var til Grímseyjar var farþegum boðið upp á fiskisúpu og brauð að hætti eyjarskeggja um leið og þeir nutu fróðleiks um sögu eyjarinnar. Siglingin tekur aðeins 2 klukkutíma eina leið en gert er ráð fyrir 6 tíma ferðalagi með öllu.

Á heimasíðu Ambassador kemur fram að ferðin kosti 29.990 fyrir fullorðinn og 16.990 fyrir börn 7-15 ára.

Mynd: Akureyri.is, Ragnar H. Ragnarsson.