Síðdegis í dag varð alvarlegt umferðarslys á þjóðvegi 1 skammt austan við Námaskarð þar sem tveir bílar sem óku úr gagnstæðri átt skullu saman. Báðir bílarnir höfnuðu utan vegar.

Í bílunum voru samtals átta einstaklingar, fimm í öðrum bílnum og þrír í hinum. Allir voru fluttir á sjúkrahúsið á Akureyri til skoðunar. Ekki er vitað um ástand fólksins. Rannsókn á tildrögum slyssins stendur yfir á vettvangi. Lögregla stýrir umferð um veginn þar til vettvangsrannsókn er lokið.