Alvarlegt umferðarslys varð í miðbæ Akureyrar í gær þar sem ekið var á gangandi vegfaranda. Vegfarandinn var karlmaður á áttræðisaldri og lést hann af áverkum sínum á Sjúkrahúsi Akureyrar síðdegis í dag.

Vegfarandinn var að ganga yfir götu þegar ekið var á hann. Málið er í rannsókn hjá Lögreglustjóranum á Norðurlandi eystra.