Um helgina fer fram hið árlega alþjóðlega krullumót, Ice Cup, í Skautahöllinni á Akureyri. Þetta er í tíunda sinn sem mótið er haldið, en það er Krulludeild Skautafélags Akureyrar sem stendur fyrir mótinu.

Alls taka 16 lið þátt í mótinu að þessu sinni, þar af sex erlend. Erlendu keppendurnir eru 24 og koma frá Bandaríkjunum, Danmörku, Englandi, Hollandi og Svíþjóð.  Um 70 keppendur taka alls þátt.

Fyrstu leikir hófust í dag en á föstudag er keppt frá kl. 10.00-20.00 og frá kl. 9.30 á laugardag. Úrslitaleikir mótsins hefjast kl. 15.30 á laugardag.