Alþjóðlegt krullumót á Akureyri

Nú stendur yfir undirbúningur fyrir alþjóðlegt krullumót sem fram fer á Akureyri um næstkomandi helgi. Þetta er í 12. sinn sem mótið er haldið, en það hefur farið fram árlega á þessum tíma allt frá árinu 2004.  Þátttakendur á mótinu eru frá Kanada, Bandaríkjunum, Englandi, Sviss, Ungverjalandi, Noregi og ÍslandiÍ maí verður boðið upp á krulluæfingar fyrir unglinga, 11-18 ára, sem inngang að keppni í krullu á Unglingalandsmóti UMFÍ um verslunarmannahelgina.

Alls taka 16 lið þátt með 66 skráða liðsmenn og nú, eins og í fyrra, eru erlendir þátttakendur á mótinu fleiri en þeir innlendu. Erlendu liðin eru níu, auk þess sem eitt lið er samsett af tveimur Íslendingum og tveimur Ungverjum og eitt lið fær til liðs við sig svissneskan starfsmann úr Vaðlaheiðargöngunum. Alls eru erlendir þátttakendur því um 40. Reyndar er það svo að í tveimur af erlendu liðunum eru Íslendingar sem búsettir eru erlendis og spila krullu þar. Bjarki Steinarsson spilar með norsku liði, en þetta er í fyrsta sinn sem við fáum Norðmenn á þetta mót. Guðrún Sablow spilar með liði frá New York, en hún er Íslendingur og hefur verið búsett í New York í um 30 ár. Eitt lið kemur frá Reykjavík og fimm eru skipuð liðsmönnum úr Krulludeild SA.

10671455_749395648443247_3311984706907600798_n