Alþjóðlegt fjallaskíðamót á Tröllaskaga

Skíðafélagið Skíðaborg á Siglufirði heldur hið árlega Fjallaskíðamót á Tröllaskaga dagana 11.-13. maí. Mótið er nú haldið í fimmta skiptið og er nú með breyttu sniði. Keppendur geta nú valið milli tveggja erfiðleikastiga þegar kemur að leiðavali, annarsvegar 8 km og hins vegar 15 km. Keppt verður í karla- og kvennaflokki.

Föstudaginn 11. maí verður móttaka keppenda og farið verður yfir snjóflóðabúnað. Mótið sjálft hefst á laugardeginum, og verður verðlaunaafhending og hátíðarkvöldverður á Kaffi Rauðku. Nánari upplýsingar og skráning á stsr.is.